Ég sé fyrir mér símatölvu, sem er 9×15 sm að stærð eins og þrír farsímar hlið við hlið. Hún er samloka, sem gefur kost á þolanlegu lyklaborði og 6 tommu skjá, fer vel í vasa. Hún er iPod með bíó, staðsetningartæki og myndavél. Tækin eru til núna, en í fernu lagi, iPod, gemsi, Blackberry og GPS. Miklu máli skiptir, að tölvan sé sítengd með gemsa við netheima og við móðurtölvu heima í skrifstofu. Verðið á þessari sítengingu þarf að vera miðað við internetið, en ekki við gemsa-okrið. Evrópusambandið hefur að vísu kvalið niður okrið, en betur má, ef duga skal. Það er flöskuhálsinn.