Mér er fyrirmunað að skilja, að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira en fjórðung atkvæða í vor. Nýir menn með nýja stefnu tóku völdin í landinu um og upp úr 1990. Þessir nýju menn framleiddu hrunið með sinni nýju stefnu og gæludýrum sínum, sem reyndust stjórnlaus. Hrunið var óhjákvæmileg niðurstaða af mönnum og stefnu flokksins, svo og gæludýrum hans í bankabransanum. Engin leið er að líta framhjá kjósendum flokksins á þessum tíma, þegar sökinni er skipt á dólgana. Hvernig fólk lætur sér svo detta í hug að kjósa sömu aumingjana fimm árum eftir hrun, er ofvaxið skilningi mínum. Eru kjósendur fáráðlingar?