Hroki og ofvirkni vegagerðarinnar í árás vinnuvéla á Gálgahraun einkennir suma verkfræðinga umfram aðra. Sumum líður illa, nema allt sé á fullu. Ég er doktor í drullu, sagði Gunnar I. Birgisson verkfræðingur, áður bæjarstjóri Kópavogs. Þetta var kallað óþægð í börnum í gamla daga, en kallað dugnaður í dag. Hugarfarið hefur tröllriðið Landsvirkjun, Orkuveitunni og HS Orku. Menn vilja grafa, moka og bora, leggja rör og leiðslur. Verst er, þegar ofvirkni slær saman við græðgi verktaka. Þá halda fólki engin bönd. Út úr því koma frægar stórvirkjanir, sem látnar eru selja orku til stóriðju á tombóluverði.