Ofvirkur forseti

Punktar

Bandarískir þingmenn trylltust fyrir nokkrum árum í hatri á Frökkum. Vildu láta franskar kartöflur heita frelsiskartöflur í matstofunni. Var illa við, að Frakkar höfðu rétt fyrir sér um Írak. Nú hafa þeir aftur tryllzt, en klappa nú og æpa í gleði yfir heimsókn Nicolas Sarkozy forseta. Hann hefur tekið við af Tony Blair sem bezti vinurinn í Evrópu. Líklega sá eini síðan Kaczynski féll í Póllandi. Þingmennirnir virðast alltaf vera uppi á háa sé, með eða móti. Skrítnari er framganga Sarkozy í Washington, aðeins ári fyrir brottför George W. Bush. Hann er ofvirkur og gat því ekki beðið í eitt ár.