Markaðshagkerfið hefur einfalda aðferð við að komast að verðgildi hlutanna. Með því að bjóða þá upp. Enginn þarf þá að reikna, hversu mikið kaupandinn getur borgað. Hann borgar bara það, sem hann vill bjóða. Ekkert pólitískt afl á Íslandi fylgir þessu, allra sízt Sjálfstæðisflokkurinn. Hér er farið í skapandi bókhald kvótagreifa og spáð í, hvað hver tegund greifa geti borgað hversu mikið. Ævinlega er niðurstaðan sú, að fæstir geti borgað eina krónu í viðbót. Svona vinnubrögð eru móðgun við heilbrigða skynsemi. Auðvitað á bara að bjóða kvótann út og leigja hann til hæstbjóðanda. Og málið er dautt.