Ógæfa Samfylkingarinnar

Punktar

Þegar prófkjör fer fram í kosningum, velja kjósendur flokksins frambjóðendur hans, sem er kostur. Þegar prófkjör fer fram sér á parti, ráða kjósendur annarra flokka nokkru um frambjóðendur, sem er ókostur. Þegar prófkjör er í formi flokksvals, þar sem flokksmenn einir velja, er það ókostur. Þá horfir flokkurinn í gaupnir sér og velur gamalreynda flokksmenn í framboð. Sú varð raunin hjá Samfylkingunni um helgina. Út úr því kom flokkur með óbreytt lið að mestu og óbreyttar áherzlur frá því fyrir hrun. Kjörna liðið hefur engan séns á að ná til stuðningsfólks búsáhaldabyltingar og umhverfisverndar.