Ógleði af lygara

Punktar

Mér verður ætíð óglatt af að sjá Tony Blair í sjónvarpi, mesta lygalaup heimsbyggðarinnar. Því meira sem hann lýgur, þeim mun alvörugefnari og einlægari verður svipur hans. Furðulegt er, að brezkir kjósendur láta milljónum saman blekkjast af fölsku yfirbragði leiðtogans. Samt eru það aldagömul sannindi, að þeir, sem fegurst og einlægast tala, eru verstu prangaranir. Þannig hefur það ævinlega verið í hrossabransanum og póltíkinni. Lúðvík Jósepsson ráðherra varð alltaf einlægur á svipinn og tók ofan gleraugun, þegar hann laug í sjónvarpinu.