Ögmundur í tómu tjóni

Punktar

Ögmundur ráðherra gortaði í frægu Kastljósi, að hann væri eini maðurinn, sem sagði 1997 á Alþingi nei við lögunum um lífeyrissjóði. Sá sem sagði nei, var samt Jón Baldvin Hannibalsson. Ögmundur Jónasson sagði hins vegar já eins og aðrir þingmenn. Þegar upp komst um strákinn Tuma, var hann svo forstokkaður, að hann sakaði Ríkisútvarpið um sagnfræðileysi. Samt hafði það á réttu að standa, Ögmundur hafði sagt já, en ekki nei. Ögmundur getur ekki logið sig út úr því með þeirri hártogun, að já hafi raunar þýtt nei. Ber fulla ábyrgð á lögum, sem hann segir hafa þvingað braski upp á sig og lífeyrissjóðinn.