Ögmundur kvartar yfir sér

Punktar

Ögmundur Jónasson, fyrrum heilbrigðisráðherra, kvartar yfir einkasjúkrahúsi suður á Velli. Hann var sjálfur heilbrigðisráðherra nýlega og hefði getað hagað málum þar eins og hann vildi sjálfur. Í staðinn kaus hann að hverfa úr stjórn og taka upp samstarf við stjórnarandstöðuna um IceSave. Kvartar svo yfir, að nú sé verr haldið á heilbrigðismálum en hjá sér. Málið snýst um, að Ögmundur getur ekki stjórnað og vill ekki. Við völd rekst hann á veruleika, sem oft er þyngri í meðförum en hugmyndafræði andstöðunnar. Þetta má kallast að vera krónískur andstæðingur stjórnvalda. Sem er frambærilegt sjónarmið.