Ögmundur og Íhaldið

Punktar

Ögmundur Jónasson er kominn svo langt til vinstri frá vinstri grænum, að hann kemur hægra megin að Sjálfstæðisflokknum. Smellpassar þar við Styrmi Gunnarsson, nýjan hugmyndafræðing Íhaldsins. Þeir geta masað um samsæri útlendinga gegn okkur og viðurstyggð Evrópusambandsins. Þótt Ögmundur sé góðs maklegur, er hann ekki stjórntækur. Of mikið á kafi í hugmyndafræði vænisýkinnar til að hafa áhuga á praktískum atriðum valdstjórnar. Hleypur út á skjön í hugmyndafræðilegu útlandahatri. Upp að vissu marki er það í lagi, en Ögmundur stekkur út yfir allan þjófabálk. Og góða ferð til Íhaldsins.