Samkvæmt BLOGGI Ögmundar Jónassonar var ekki stuðningur meirihluta við tillögu um afgreiðslu stjórnarskrár fólksins í lok síðasta kjörtímabils. Hann segir, að tillögur stjórnlagaráðs hafi þurft á verulegum breytingum og lagfæringum að halda. Með þeirri skoðun vísar hann til þess, að hann sjálfur var verstur í flokki óvina stjórnarskrárinnar. Lykilþingmenn tveggja stjórnarflokka grófu undan stjórnarskrá fólksins, Árni Páll og Ögmundur. Báðir voru undir áhrifum lagatækna, sem voru fúlir yfir að fá ekki sjálfir að skrifa stjórnarskrá fyrir fólkið. Þessir ömurlegu þingmenn stóðu að samsærinu gegn stjórnarskrá fólksins.