Ritskoðun veraldarvefsins í Íran tekur á sig ýmsar myndir. Þar takast á þeir harðsoðnu og hinir frjálslyndari. Annars vegar saksóknarar klerkanna og hins vegar nýr og frjálslyndari forseti. Hassan Rouhani forseti segir netið vera „tækifæri, en ekki ógn“. Fésbók og tíst eru lokuð þar í landi. En klerkar vilja bæta við lokun á WhatsUp, Viber og Tango. Þá er lokað fyrir valda einstaklinga í bloggi, til dæmis dr. Gunna okkar. Ungt fólk er sótt til saka fyrir að fara kringum lokanir. Sumir hafa sætt illri meðferð í fangelsi. Klerkar óttast mest guðlast, klám og mótþróa gegn klerkum. Stjórnin hyggst friða klerkana með því að reyna að sía burt ullabjakk og dr. Gunna fremur en að loka á heilu forritin.