Ógnarhraði símaskilaboða

Punktar

Ungt fólk notaði SMS-skilaboð til að hittast um helgina á Hellishólum í Fljótshlíð. Því tókst að komast á fyllerí og í fréttir. Staðarhaldarar og lögregla fengu ekki rönd við reist, fyrr en komið var í óefni. Þetta er dæmi um áhrif skilaboða í gemsum sem nýs fjölmiðils í fjölbreyttri flóru þeirra. Með einu handtaki er hægt að senda sömu skilaboðin til langs lista af símanúmerum. Þegar margir hafa slíka lista, dreifast boð til þúsunda og jafnvel tugþúsunda manna á nokkrum sekúndum. Þannig var Joseph Estrada, forseti Filippseyja, felldur með óvæntum útifundi ungs fólks árið 2001.