Ögurstund hrunsins

Punktar

Davíð var á síðustu klukkustundunum ekki eins farinn á taugum og Geir. Hafði vit á að bjarga sér á ögurstundu. Lét taka upp frægt símtal við Geir til að koma á hann sök á tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans. Því má Geir ekki til þess hugsa, að samtalið birtist. Var á þessum stundum orðinn svo langt leiddur, að hann gat ekki hugsað. Á brýnum fundum settist hann út í horn, lét lítið fyrir sér fara. Davíð brá slæðu yfir taugaveiklun sína með gamansögum og rustalegu tali. Þannig stýrði hann brennslu milljarða af erlendum gjaldeyri. Auðvitað bar seðlabankastjórinn ábyrgð, en kom henni kænlega yfir á rænulítinn Geir.