Óháð blað í vikunni

Fjölmiðlun

Hlakka til að sjá nýtt vikublað, Fréttatímann. Þar eru ýmsir góðir blaðamenn, sem ekki er pláss fyrir á döprum fjölmiðlum. Blaðið kemur í fyrsta skipti á föstudaginn. Þar verða fréttir, fréttaskýringar og viðtöl. Mestu máli skiptir, að blaðið er í eigu starfsmanna. Hvorki í eigu fjárglæframanna né kvótagreifa. Hagsmunaaðilar að valdakerfinu hljóta sem eigendur fjölmiðla að verða hættulegir prentfrelsinu. Því er brýnt, að til skjalanna komi nýir fjölmiðlar. Óháðir ríkinu og aðilum, sem hafa aðra hagsmuni en þjóðin. Vonandi mun Fréttatíminn standa sig og verða vinsæll.