Auðvitað eru kjósendur óhæfir til að taka mikilvægar ákvarðanir, til dæmis um stjórnarskrá. Sögðu fræðimennirnir fjórir á fundi í Háskóla Íslands í gær. Miklu gagnlegri stjórnarskrá mundi fást, ef viðeigandi fræðimenn tækju að sér málið. Á þessu er þó sá hængur, að kjósendur eru ekki vanhæfir, þótt þeir kunni að vera óhæfir. Það er einmitt eðli lýðræðis, aðferð við að stýra ríkjum þannig, að kjósendur geti ekki kennt öðrum um. Þjóðfundurinn var því flottur, sömuleiðis stjórnlagaráð og þá sérstaklega eindrægni þess. Svo geta fræðimenn bara talað sig helbláa um, að þeir séu mun hæfari en almenningur.