EMBÆTTISMENN verða að bregðast við, ef reglur, sem þeim eru settar, reynast mannfjandsamlegar. Verða að setja viðlagareglur til að liðka stöðuna. Þeir geta sent viðkomandi ráðuneyti ábendingu um vandann og lýst viðlagareglum sínum. Mótmæli ráðuneytið, tekur það ábyrgðina og embættismaðurinn getur tekið upp fyrra mannfjandsamlegt athæfi. Það gerir ekki Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár. Lætur viðskiptamenn eltast við ný vegabréf til sýslumanna vítt um land, þótt þeir standi í afgreiðslu þjóðskrár og þeim liggi á afgreiðslu vegabréfs, sem þar liggur tilbúið. Nennir ekki að laga stöðuna. Svona óhæfir embættismenn koma óorði á ríkið og opinbera starfsemi.