Langvinn vist óhæfra forstjóra við stjórnvöl Evrópusambandsins nagar rætur evrópskrar samvinnu. Í stað Jean Monnet, Walter Hallstein og Jacques Delors eru komnir óhæfir: José Manuel Barroso, Herman van Rompuy og Catherine Ashton. Þau sameina heimsveldisdrauma og vanhæfni í starfi. Evrópusambandið verður óvinsælla meðal almennings með hverju árinu, sem líður. Nú er að rísa samsteypa öfgaflokka á hægri jaðri, sem sameinast um framboð til þingsins. Þar hyggjast þeir grafa undan sambandinu. Barroso og félagar eru engir bógar til að mæta slíkri ögrun. Enda alls ófærir um að hlusta á þarfir almennings.