Gjaldeyrir flæðir um þjóðfélagið í kjölfar sprengingar í komu ferðamanna. Einstök þjóðargæfa í kjölfar hrunsins. Að venju líta sjálfstæðismenn bara til næsta þriggja mánaða uppgjörs. Engin fyrirhyggja er þar í boði, samanber fyrri hrun. Akkúrat ekkert er gert til að varðveita sjálfbærni og framtíð auðlindar ferðaþjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn er bara í snöggum gróða líðandi stundar og vill vera við kassann. Enginn flokkur er eins illa fær um að sjá um framtíð okkar. Og enginn sjálfstæðismaður er eins illa fær um að sjá um hana en einmitt Ragnheiður Elín Árnadóttir. Ekkert af viti hefur komið frá henni í rúm tvö ár.