Óhæfur ferðaráðherra

Punktar

Ragn­heiður Elín Árnadóttir, óhæfur ferðaráðherra, gerir ekkert. Andvaraleysi hennar við gjaldtöku á ferðastöðum gengur út í öfgar. Meðan hún veltir vöngum um náttúrupassa ganga stigamenn fram í óheftri lögleysu. Lögin banna gjöld fyrir að skoða náttúru, leyfa bara fyrir veitta þjónustu. Ríkið er eini aðilinn, sem veitir þjónustu á ferðastöðum, bílvegi, bílaplön, gangstíga, palla, sæti og snyrtingar. Vitgrannur sýslumaður Árnessýslu fær að halda áfram lögleysu sinni. Ekki er talsmaður Umhverfisstofnunar skárri, segir bara, að fólk geti farið í mál við Kersmenn. Nennir sjálfur ekki að vinna. Líklega er það stefna ráðherra, að gjaldmál fari í rugl. Þáttur hennar í einkavæðingu náttúrunnar.