Óhæfur montráðherra

Punktar

Utanríkisráðherra getur ekki hagað sér eins og tyrkneski herinn hafi drepið hund á flækingi. Haukur Hilmarsson er íslenzkur ríkisborgari, sem starfaði með grískum og kúrdískum herflokkum í Sýrlandi, þegar her Tyrkja réðst inn í landið. En Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra er önnum kafinn við að reka erindi Brexit-arms brezka Íhaldsflokksins og má ekki vera að sinna íslenzkum hagsmunum í Sýrlandi. Neitaði að hitta aðstandendur Hauks fyrr en eftir nokkurra daga þrýsting. Kom þá í ljós, að ráðuneytið hefur ekkert samband haft við yfirvöld í Tyrklandi til að leita upplýsinga um framvindu málsins og fá líkið afhent. Óhæfur montráðherra.