Óhæfur seðlabankastjóri

Punktar

Seðlabankastjóri er óhæfur eins og flestir aðrir embættismenn. Setur bæði axlabönd og belti á krónuna. Heldur með gjaldeyrishöftum úti óraunhæfu gengi krónunnar. Á sama tíma tekur hann ofsaleg lán erlendis til að halda uppi gjaldeyrisvarasjóði til verndar krónunni. Þessi lán kosta tugi milljarða í vexti á hverju ári. Már Guðmundsson gat farið aðra leiðina, en ekki endilega báðar í senn, það er of dýrt. Svo hefur hann gert Seðlabankann að þvottastöð fyrir falið þýfi útrásarvíkinga, sem er siðferðilega kolrangt. Hann er að vísu illskárri en Davíð Oddsson, sem með bjánaskap lagði bankann á hliðina.