Ríkisstjórnin hefur látið aðila vinnumarkaðarins egna sig til óhæfuverks. Hún hefur lagt fram lista yfir loforð um framkvæmdir. Efst á lista eru þar hátæknispítali og Vaðlaheiðargöng, ónauðsynlegar framkvæmdir. Alls kostar listinn tugi milljarða, sem ríkissjóður á ekki. Undanfarið hefur velferð verið skorin niður, en nú á að fleygja sparnaðinum í vinnu fyrir verktaka. Tapið á rekstri ríkissjóðs mun aukast verulega. Þetta er óhæfuverk. Ríki með þunga skuldabyrði má ekki múta bófum vinnumarkaðsins til að semja. Atvinnu- og verkalýðsrekendur eiga sjálfir að gera sína kjarasamninga hjálparlaust.