Björgólfur Thor Björgólfsson segir gamla Landsbankann eiga fyrir skuldum. Það er kolrangt. Hið rétta er, að þrotabúið á næstum fyrir forgangskröfum, en ekki grænan eyri upp í almennar kröfur. Þær skipta hundruðum milljarða og Björgólfur Thor Björgólfsson skuldar þær allar. Fullyrðingarnar sýna óhefta frekju og siðblindu. Ríkið sleppur að vísu við að lenda í frekari hremmingum á alþjóðavettvangi vegna IceSave vanskila. En aragrúi almennra kröfuhafa er brjálaður út í allt, sem íslenzkt er. Það er allt Björgólfi að kenna. Hann ætti að hafa vit á að halda kjafti og koma sér varanlega af landi brott.