Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg skefur ekki af áliti sínu á skýrslu bandarísku fulltrúadeildarinnar um atómvopn í Íran. Stofnunin segir skýrsluna óheiðarlega og ósvífna. Þar sé ítrekað farið rangt með staðreyndir. Þetta minnir á, að Bandaríkin fóru í stríð við Írak á forsendu gereyðingarvopna, sem ekki reyndust vera til. Nú eru Bandaríkin að undirbúa stríð við Íran, en ólíklegt er, að margar verði fúsu þjóðirnar í þeirri herferð. Evrópuríkin taka meira mark á stofnun í Vínarborg en froðufellandi þingmönnum í Washington.