Írak spilar litla rullu í evrópskri pólitík um þessar mundir. Varla er minnzt á þetta blóðuga stríð, sem Bandaríkin leiddu yfir saklaust fólk með hjálp ýmissa valdamanna í Evrópu, þar á meðal Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, sem báðir hafa raunar hrakizt frá völdum. Í Evrópu bíða menn almennt eftir valdatöku demókrata í næstu forsetakosningum eftir tvö ár og vilja ekki rugga bátnum mikið á meðan. Jafnvel Chirac í Frakklandi er þögull sem gröfin. Sennilega átta menn sig ekki á, að demókratar munu auka kröfur til Evrópu um að borga fyrir eyðileggingu Íraks á vegum Bush.