Les vikulega, að koma þurfi hjólum atvinnulífsins í gang. Hvílíkt bull, þau eru í fullum gangi. Erfitt er að fá fólk í vinnu á mörgum sviðum. Annar hver atvinnuleysisskráðra eru í svartri vinnu og annar hver hinna hefur tamið sér lífsstíl atvinnuleysis. Raunverulegt atvinnuleysi er mun minna en annars staðar á Vesturlöndum. Atvinnulífið er á fullu, en ekki á sterum. Margir telja atvinnu lélega, nema álver og orkuver séu í smíðum. Þeim finnst allt þurfa að keyra í botn, en hugsa minna um varanlega atvinnu og varanlegan auðlindaarð. Það er óhollt að vera á sterum, líka fyrir atvinnulífið.