Með þrotlausri herferð og daglegum heilsíðum í blöðum hefur Alcan í Straumsvík tekizt að þoka andstöðu þjóðarinnar við stækkun álversins niður úr 63% í 55%. Ekki er vitað um stöðu kjósenda í Hafnarfirði, en reikna má með svipuðu ferli þar. Ef svo fer fram sem horfir, verða stuðningsmenn stækkunar komnir í meirihluta í kosningunni á laugardaginn. Þannig getur peningaaustur stóriðju skipt út meirihlutanum. Nógu margir eru ragir, ístöðulitlir, auðsefjanlegir, talhlýðnir, ekki frekar í Hafnarfirði en annars staðar. Þetta er ójafn leikur auðmagns gegn skynseminni.