Ójöfnuður eykst

Punktar

Jöfnuður þjóðar leiðir til samstöðu hennar. Verður eins og límtré, sem veitir burðarþol. Jöfnuður er einn af þremur burðarbitum lýðræðis. Hinir eru frelsi og jafnrétti. Ójöfnuður drepur samstöðu. Verður eins og negldur bogi án burðarþols. Þar vantar límið, jöfnuðinn. Ójöfnuður er í fyrsta lagi ekki réttlátur. Í öðru lagi spillir hann samstöðunni, lætur samfélagið grotna. Bandarískir fátæklingar búa í þyrpingum húsvagna, en auðugir búa í girtum og læstum lúxushverfum. Þannig hefur nýfrjálshyggjan gert Bandaríkin að þriðja heims ríki. Fáir hafa efni á háskólanámi eða sjúkravist, en flestir hafa á hvorugu ráð. Græðgi er ekki góð.