Okkar eigið stjórnlagaþing

Punktar

Pólitíkusarnir eru að svíkja búsáhaldabyltinguna um stjórnlagaþing. Tefja málið eftir megni. Reyna að búa til eftirmynd af Alþíngi og þingmönnum. Það nægir ekki. Við þolum enga listakosningu til stjórnlagaþings. Þolum þar enga varaþingmenn fjórflokksins. Þolum ekki heldur, að það verði bara ráðgefandi. Fólkið á götunni þarf að búa til eigið stjórnlagaþing. Boði til almennra kosninga til þess án aðkomu kerfisins. Stjórnlagaþing götunnar komi saman og afgreiði nýja stjórnarskrá, er verði svo knúin fram við andlát fjórflokksins í næstu þingkosningum. Málið er að taka frumkvæðið úr höndum pólitíkusanna.