Okkar stjórnarskrá

Punktar

Hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar munu allir andmæla hugmynd pírata um upptöku okkar stjórnarskrár, sem stjórnlagaráð varð einróma um. Allir vilja krukka í þá stjórnarskrá, enda hafa þeir hagsmuna að gæta. Svo sem hagsmuna kvótagreifa og lokaðrar stjórnsýslu. Lagatæknar munu líka andmæla, enda vilja þeir ekki sjá stjórnarskrá samda af fólkinu án lagakróka og orðhengilsháttar lagatækna. Á loft verður hafin tilgáta Líndals um, að þjóðareign sé ekki til. Píratar þurfa engar áhyggjur að hafa. Fólkið skilur sína stjórnarskrá og vill hana. Píratar þurfa svo eftir kosningar líklega að díla um lausnina við samstarfsflokk/a. Það eru bara leikreglurnar.