George W. Bush styður Pervez Musharraf fyrrverandi einræðisherra Pakistans eftir ósigur hans. Þrátt fyrir sigur lýðræðisflokka á trúarofstækisflokkum í þingkosningunum. Sendimenn Bandaríkjanna leggja hart að sigurvegurunum að hrekja forsetann ekki úr embætti. Hafa þrisvar hitt Asif Ali Zardari, ekkil Benazir Butto, og tvisvar Nawaz Sjarif, fyrrum forsætisráðherra. Gott dæmi um afskiptasemi heimsveldis, sem sáir hatri á heimsveldinu. Afskiptin hafa vakið athygli í Pakistan, fylla dálka blaða þar í landi. Bandaríkin vona, að herinn í Pakistan bylti lýðræðinu og komi hötuðum Musharraf til valda.