Okkur vantar dómsmálið

Punktar

Bretland beitti hryðjuverkalögum gegn IceSave og óbeint gegn Íslandi. Fyrir slíku var ekki gert ráð, þegar lögin voru sett. Margir lögmenn telja þetta misbeitingu, því að viðfangsefnið var ekki á sviði hryðjuverka. Vanhæfa stjórnin mannaði sig ekki upp í að höfða dómsmál gegn brezku stjórninni fyrir síðustu áramót. Kanna þarf, hvort aðgerðaleysið stafaði af hræðslu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið. Ljóst er, að þær stofnanir voru ekki hrifnar af hugmyndinni um málaferli. Við þurfum að komast að hinu sanna um afskipti lykilmanna og erlendra lykilstofnana að þessu sóðamáli.