Í Portúgal virkaði tölvan mín hratt og örugglega í þráðlausu sambandi við ADSL. Það er annað en hér heima. Hér hef ég þráðlaust ADSL-samband og kaupi hæsta fáanlega hraða hjá Símanum, 12 MB/s. Auðvitað kostar það stórfé. Ég gizka á, að allt gangi hér helmingi hægar en á sveitahóteli í Portúgal. Mælingar Símans sýna samt, að allt eigi að vera í lagi. En það er samt ekki í lagi. Ég horfi bara á auðan skjáinn og ekkert gerizt. Á 12 MB/s hraða. Ég gruna Símann um flöskuhálsa í þagnargildi. Mér sýnist, að þar gildi sama reglan og hjá öðrum einokurum landsins. Okrið er auðvitað á oddinum.