Október-sjokkið nálgast

Punktar

Timothy Noah talar í Slate um þrjár krossgötur í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Í fyrsta lagi stríðið milli Georgíu og Rússlands, sem lyfti John McCain. Í öðru lagi valið á Sarah Palin sem varaforsetaefni, lyfti einning McCain. Í þriðja lagi hrunið á verðbréfamörkuðum, lyfti Barack Obama. Kom honum yfir að nýju. Kannski ráðast úrslit kosninganna í október-sjokkinu, líklega nýju stríði. Kannski gegn Pakistan, fremur þó gegn Íran. Gæti bjargað McCain rétt fyrir kosningar. Kosningamaskína repúblikana er fullfær um að fara í stríð við önnur ríki. Þar helgar tilgangurinn meðalið.