Kosningar geta ekki verið í október, því skylt er að leggja fjárlagafrumvarp fram í september. Gamla, úldna, spillta, heyrnarlausa tortóla-stjórnin getur ekki smíðað fjárlög fyrir endurreisnarstjórn nýs tíma. Kosningar þurfa að vera miklu fyrr, ef þingstörf eiga að ganga upp í haust. En bófarnir vilja vinna tíma til að klófesta sem mest af almannafé áður en þeir hrökklast frá. Minnkun hafta og einkavæðing banka verða notuð til að koma fé undan til þeirra, sem hafa innherjaupplýsingar. Stjórn glæpalýðs með tortólinginn Bjarna Ben lafir ekki fram í október. Slíkt væri siðblint. Nóg er búið að hlæja að Íslendingum.