Okurfé fer til poppara

Punktar

Einu sinni voru samtök verzlunar og þjónustu í samstarfi við samtök um landvernd. Þá varð til pokasjóður. Hann fólst í, að verzlanir seldu fólki umbúðapoka á okurverði til að styrkja landvernd. Undir forustu vínbúðanna og Bónuss hurfu samtök verzlunar frá þessu samstarfi. Þau stofnuðu sinn eiginn pokasjóð, sem síðan hefur úthlutað til annarra þjóðþrifamála. Til dæmis til poppsveitarinnar Sálin hans Jóns míns. Pokasjóður má auðvitað grýta okurfé sínu hvert sem er. Viðskiptavinir búðanna mega hins vegar gjarna vita, að okrið á plastpokunum rennur ekki lengur til landverndar.