Er farinn að lesa rafbækur, þótt þær hafi óvissan endingartíma. Nota hvorki Kindle né iPad. Ferðamakkinn er nógu góður. hefur að auki alvöru lyklaborð. Rek mig á, að verð rafbóka er sama og kiljubóka, þótt pappírs-, lager- og dreifingarkostnaður sé enginn. Það heitir okur á íslenzku. Hins vegar er verðmæti bóka misjafnt. Ég næ í þær bækur eftir le Carré og Graham Greene, sem ég hef ekki áður séð. Læt mig hafa það að kaupa þær á $9, því að ég fæ þær strax. En mér dettur ekki í hug að kaupa fáanlegar og nærtækar bækur á kiljuverði. Til dæmis ekki þær íslenzku rafbækur, sem komnar eru á markað.