Ólæknandi gigt fyrir alla

Punktar

Gigtveiki er ekki séríslenzkur sjúkdómur, sem fylgir breytilegu veðri. Viðamikil rannsókn í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós, að þriðji hver Bandaríkjamaður þjást af liðagigt. Frá þessu var sagt í Boston Globe á föstudaginn. Bandarísku tölurnar samsvara því, að læknar hér fengju 44.000 heimsóknir vegna liðagigtar á hverju ári og 750 manns leggist af sömu ástæðu á sjúkrahús á hverju ári. Erfitt er að eiga við liðagigt, þegar hún er komin á svona hátt stig. Við sumum tegundum, svo sem slitgigt, er ekkert hægt að gera, nema gefa fólki sterk verkjalyf, sem hafa aukaverkanir. Á frumstigum veikindanna er hins vegar hægt að verjast þeim með góðu mataræði og líkamsrækt, einkum með því að forðast offitu og með því stunda reglubundið æfingar, sem styrkja stoðkerfi líkamans.