Eitt eiga sjávarútvegsráðherrar allra flokka sameiginlegt, hvort sem þeir heita Jón Bjarnason, Steingrímur J. Sigfússon eða Sigurður Ingi Jóhannsson. Þeir hafa ekki hundsvit á markaðslögmálum. Það sýna hinar undarlega flóknu útfærslur á auðlindarentu sjávarútvegsins. Ekki þarf að reikna neitt, ef farin er sú einfalda leið að láta markaðinn ráða rentunni. Á hverju ári sé kvóti næsta árs boðinn út og leigður hæstbjóðandi. Hver sem er getur boðið, sjómaðurinn, skipstjórinn, jafnvel kvótagreifinn. Þessi leið mun sýna, að útgerðin ber mun hærri rentu og hægt verður að lækka aðra skatta á línuna.