Frá Þverá í Ólafsfirði um Ólafsfjarðarskarð til Holtsdals í Fljótum.
Ein af aðalleiðum landpóstanna frá Akureyri um Ólafsfjörð til Siglufjarðar. Úr skarðinu má fara norður í Sandskarð og Hólsskarð til Siglufjarðar.
Byrjum við þjóðveg 82 hjá Skarðsá í Ólafsfirði. Förum vestur Kvíabrekkudal og síðan norðvestur Skarðsdal og loks norður í Ólafsfjarðarskarð í 740 metra hæð. Svo förum við norðvestur í Ólafsfjarðardal og vestur dalinn niður í Holtsdal í Fljótum.
10,2 km
Eyjafjörður, Skagafjörður
Nálægar leiðir: Heiðarmýrar, Grímubrekkur, Húngilsdalur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins