Ólag fyrir aðild

Punktar

“Nú er lag”, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á landsfundi flokksins í gær. Hún var að tala um stemmninguna í Evrópusambandinu. Hún var greinilega ekki að tala um stemmninguna á Íslandi. Hér er yfirgnæfandi meirihluti andvígur aðild. Tveir af þremur stóru flokkunum hafa hlustað á kjósendur sína á landsfundum. Flokkarnir hafa við það hert andstöðu sína, þótt þeir fallizt á, að þjóðin fái sjálf að tala. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur næmara eyra fyrir tali manna á göngum Evrópusambandsins en fyrir tali manna hér heima. Um sambandið má segja, að akkúrat núna sé ólag fyrir því.