Olíuauður eyðimerkurríkja múslima hefur eflt sjálfstraust fólks. Styrjaldir Bandaríkjamanna og vígfúsra þjóða (Davíðs) mögnuðu andstöðu við vestræna siði. Fyrir öld báru helztu borgir íslams í Tyrklandi, Sýrlandi, Palestínu, Írak, Íran, Pakistan og Afganistan vestrænan svip. Borgarkonur klæddust eftir tízku frá París. Hijab-slæður voru bara í sveitum. Á einni öld er íslam orðið harðari og öfgafyllri sem trúarbrögð. Jafnvel Mikligarður er orðinn haf af svörtum slæðum. Hefðu Bandaríkin ekki djöflazt á þessu svæði og ekki hallað sér að trúaróðum Sádum, væri friðsælla í heimi íslams. Við súpum seyðið af bandarísku rugli.