Umhverfisógn verður langtímavandi heimsmálanna á nýja árinu og í auknum mæli á hverju ári þessarar aldar. Mannkynið stefnir að því að útrýma sjálfu sér eins og frændur okkar Grænlendingar útrýmdu sjálfum sér með því að þrjózkast við að stunda þar kvikfjárrækt. Kyoto-bókunin um skorður við útblæstri gróðurhúsalofttegunda hefur gert nokkuð gagn, þótt ýmis Evrópuríki séu 5% frá markmiðum sínum. Á því sviði leikur Ísland lausum hala með hverju álverinu á fætur öðru. Verra er þó ástandið í Bandaríkjunum, sem eiga fjórðung af öllum skítnum og Bush segist ekki hafa ráð á mengunarvörnum.