Ólestur í sjálfstæðinu

Punktar

Efnahagsmál og fjármál Íslands hafa verið í ólestri síðan hér var stofnað sjálfstætt ríki. Verðbólgan hefur farið með himinskautum og komið krónunni niður í 0.01% af upprunalegu verðgildi. Gengið hefur verið fellt til að þjónusta sjávarútveginn. Markaðslögmálum hefur verið vikið til hliðar fyrir pilsfalda-kapítalisma Samtaka atvinnulífsins. Vandinn felst í handvirkum aðgerðum pólitíkusa og kontórista. Til að losa efnahagsmál og fjármál úr bóndabeygjunni þurfum við að skipta þeim út fyrir kontórista í Bruxelles. Því meira sem við lögumst að umheiminum, þeim mun minni sjálfskaparvítin.