Olía var það heillin

Punktar

George W. Bush og samstarfsmenn hans úr bandaríska olíuiðnaðinum girnast næstmestu olíulindir heims, sem er að finna í Írak. Tveir ráðgjafar tveggja fyrrverandi forseta, þeir Mark Brzezinski og Lee Wolosky, birtu í gær grein í International Herald Tribune, þar sem þeir leggja til, að Rússlandi verði mútað til aðildar að fyrirhuguðu stríði við Írak með aðgangi að hluta herfangsins. Í sama blaði segir Michael Renner hjá Worldwatch Institute í Washington, að stríðinu sé ætlað að tryggja Bandaríkjunum olíu til frambúðar. Þau nota óvenjulega mikla olíu og þurfa í auknum mæli að flytja hana inn. Hann telur, að fyrirhugað herfang nemi hundruðum milljarða dollara, margfalt hærri upphæð en stríðskostnaðurinn verður. Hann segir líka, að Rússar og Frakkar sé boðin sneið af kökunni fyrir að koma með í stríðið.