Olía hefur hvergi gert þjóðir ríkar. Arabískir olíugreifar geta velzt um á hóruhúsum, en Arabíuskagi er enn vanþróaður. Fólkið í óshólmum Nígeríu er fátækara en nokkru sinni fyrr. Venezúela er jafn vanþróuð og önnur ríki Suður-Ameríku. Norðmenn höfðu vit á að eyða olíupeningum sínum í lífeyri fyrir alla landsmenn. Íslendingar höfðu áður haft vit á að láta hvern borga sinn lífeyri. Við erum því í sömu stöðu og Norðmenn, þótt við höfum enga olíu haft. Ef við fáum olíu úr Drekasvæðinu, verða áhrifin hin sömu og af álbræðslum. Slíkar himnasendingar draga úr framsókn þjóða á öðrum sviðum.