Fullyrt er, að menn hafi hag af hlutabréfaeign til óralangs tíma, þótt sveiflur séu miklar á einstökum tímabilum. Allan þennan meinta gróða og meira til taka til sín óligarkar og innherjar. Hinir fyrrnefndu fara á leynifundi til að éta fyrirtæki og gubba þeim án tillits til hagsmuna almennra hluthafa. Hinir síðarnefndu vita fyrr um mataræði óligarkanna en almenningur og geta hagnazt á innvígðri þekkingu. Þetta er núllmiðjað zero-sum dæmi, þar sem almennir hluthafar sitja eftir með tapið. Almenningur tapar á hlutabréfaeign jafnt í lengd sem bráð.