Ólíkir formenn

Punktar

Bjarni Ben og Sigmundur Davíð eru býsna ólíkir. Bjarni hugsar sitt mál og talar í samhengi. Þar með er ekki sagt, að hann segi satt. En ég skil það, sem hann segir, þótt ég sé ósammála því. Hann skiptir ekki skapi, en er stundum pirraður í seinni tíð. Sigmundur er gerólíkur, veldur mér gæsahúð í hvert sinn, sem hann opnar munninn. Samhengislaus froða er hans ræðustíll. Aldrei getur hann dulið gremju sína. Kvartar linnulaust um að vera misskilinn og ofsóttur. Einföldustu hugtök notar hann vitlaust og gerir engan mun á réttu og röngu. Lífsleikni kann hann litla. Hann er einstæður í röð íslenzkra forsætisráðherra. Burt með hann.