Tony Blair var yfirheyrður fyrir opnum tjöldum í Bretlandi í gær vegna stríðsins gegn Írak. Brezka sannleiksnefndin starfar fyrir opnun tjöldum eins og bandarískar sannleiksnefndir. Íslenzka sannleiksnefndin starfaði hins vegar í kyrrþey. Hún telur Íslendinga ekki nógu þroskaða til að horfa á yfirheyrslur embættis- og stjórnmálamanna í sjónvarpi. Bandarískir og brezkir kjósendur eru hins vegar taldir mega það. Sá er munurinn á viðhorfi kerfiskarla til kjósenda hér á landi og erlendis. Páll Hreinsson formaður umgengst Íslendinga eins og fávita. Kannski hefur hann bara rétt fyrir sér.